Innlent

Starfs­maður Domino's slökkti eld áður en slökkvi­lið kom á vett­vang

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldurinn kom upp í ruslagámi Krambúðarinnar við Hjarðarhaga.
Eldurinn kom upp í ruslagámi Krambúðarinnar við Hjarðarhaga. Vísir/Stína

Eldur kom upp í ruslagámi Krambúðarinnar við Hjarðarhaga í Vesturbæ á sjötta tímanum í dag. Starfsmaður skyndibitastaðarins Domino‘s við Hjarðarhaga var búinn að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum af vettvangi heyrðust miklir hvellir meðan eldurinn logaði. Engin slys urðu á fólki. Í samtali við fréttastofu sagðist slökkviliðið hafa litlar upplýsingar, aðrar en þær að búið væri að slökkva eldinn. Eldsupptök liggja þannig ekki fyrir.

Hér að neðan má sjá stutt myndband frá vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×