Framleiðslu Segway PT hætt Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 07:20 Töffari á Segway PT. Getty Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár. Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár.
Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira