Ekkert saknæmt við andlát Steve Bing Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 10:44 Steve Bing árið 2006. Getty Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira