Hver ber ábyrgð á kverúlantinum? Ólafur Hauksson skrifar 24. júní 2020 13:31 Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Ólafur Hauksson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar