Johnson fullyrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 23:27 Boris Johnson segir smitrakningu í Bretlandi ganga vel. JESSICA TAYLOR/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira