Umdeilt atvik á Akureyri: „Af því við erum stelpur, fáum við alltaf lélegustu dómarana?“ Ísak Hallmundarson skrifar 25. júní 2020 12:30 Birgitta fékk rautt spjald um helgina en á myndbandi er erfitt að sjá brotið. facebook/umfgfotbolti Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það. UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það.
UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti