Innlent

23 prósent ungs fólks atvinnulaus

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Atvinnuleysi meðal ungs fólks mældist sérstaklega mikið í maí.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks mældist sérstaklega mikið í maí. Vísir/vilhelm

Atvinnuleysi mældist 9,9 prósent í maí, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi í aldurshópnum 16-24 ára var 23,3 prósent. Af öllum atvinnulausum á landinu í maí voru rúm 40 prósent í þessum yngsta aldurshópi.

Hlutfall atvinnulausra í maí er 3,9 prósentum hærra en í sama mánuði í fyrra og 6,9 prósentum hærra en í maí 2018. Þannig fjölgar atvinnulausum um átta þúsund frá maí 2019 og um 14.600 frá því í sama mánuði 2018.

Atvinnuleysi á vormánuðum hefur verið óvenjumikið vegna faraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu Hagstofunnar segir að helsta ástæða atvinnuleysis í maí sé aukin eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu þegar skólum lýkur.

Þá segir í tilkynningu í Hagstofunnar að leita þurfi aftur til áranna eftir hrun, 2009-2011, til að finna svipað hlutfall mánaðarlegs atvinnuleysis og nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×