„Verulegur skortur“ á formfestu og utanumhaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 13:47 Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma. Vísir/vilhelm Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara. GAMMA Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara.
GAMMA Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira