Innlent

Efling hefur haft áhyggjur af aðbúnaði í húsinu sem brann

Andri Eysteinsson skrifar
Eldur í húsi á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu
Eldur í húsi á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu Vísir/Vilhelm

Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins.

Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Efling hefði haft áhyggjur af aðbúnaði starfsmannanna. „Við höfðum dálitlar áhyggjur af því að aðbúnaður í þessu nýja húsnæði væri með svipuðu móti og í fyrra. Það er almenn reynsla verkafólks að það sé þröngt búið og búið í mjög óöruggu húsnæði,“ sagði Benjamin og bætti við að Eflingu hefði þótt ástæða til að fylgjast vel með því.

Benjamín sagði þó að ekki væri vitað til þess að aðstæður í húsnæðinu væru með þeim hætti sem áhyggjur voru af. „Það hefur reynst þrautinni þyngri að fylgjast með,“ sagði Benjamín.

„Við munum hafa auga með þessu, vinnuaðstæðum og vistaverum starfsfólks í starfsmannaleigum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×