Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu.
Liverpool bætti þar með met Manchester-liðanna tveggja. Manchester United átti fimm leiki eftir þegar liðið varð meistari árið 2001 og fyrir tveimur árum varð City meistari með fimm leiki til góða.
Kórónuveirufaraldurinn, sem um tíma olli óvissu um hvort tímabilið í ár yrði hreinlega klárað, leiddi hins vegar til þess að Liverpool landaði titlinum síðar á árinu en nokkuð lið hefur gert. Tímabilið klárast venjulega í maí og því hefur titlinum aldrei verið landað síðar en 16. maí.
Liverpool's title win is the earliest in Premier League history.
— B/R Football (@brfootball) June 25, 2020
It's also the latest in Premier League history. pic.twitter.com/JBeGhWxD1x
