„Uppgjöfin var mér erfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júní 2020 10:29 Jónína Ben gafst upp og fór í langtímameðferð í Krísuvík. Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jónína er nú flutt til Hveragerðis þar sem hún hefur hafið nýtt og betra líf og er glöð og hamingjusöm. Og Jónína er nú með heilsubótarnámskeið og detox á Hótel Örk í Hveragerði. Færri komust að en vildu á námskeiðið sem nú stendur yfir og verður því annað námskeið haldið 17. júlí. „Eftir alla mína reynslu að vinna með veiku fólki þá tengi ég sjúkdóma á svo marga hætti. Við erum andi með huga, sál og líkama. Það sem gerist svo oft hjá okkur að við vanrækjum einn þátt og ég vanrækti bara sjálfan mig, þessa sálrænu hluti sem er kvíði. Kvíðinn minn var orðinn þannig að ég gat ekki gengið, né sofið,“ segir Jónína og heldur áfram. „Ég var alltaf verkjuð en ég er gömul íþróttakona og líkami minn brást algjörlega. Ég gat ekki gert neitt af viti og þá fór ég að deyfa mig. Ég fór að deyfa mig með áfengi sem var alveg þvert gegn því sem ég hafði alltaf trúað. Ég var alltaf á móti áfengi og upplifði mikinn alkóhólisma í minni fjölskyldu og sá hvaða afleiðingar það hefur. Alkahólistinn er einn fullur í gleðivímu á meðan kannski hundrað manns eru í gleði og sorg heima. Alkahólistinn býr til mjög veikar fjölskyldur án þess að ráða við það.“ Svefnlyfin helsta vandamálið Hún segist hafa þróað með sér þennan sjúkdóm og hafi átt mjög erfitt með að viðurkenna það. „Uppgjöfin var mér erfið vegna þess að ég er svo sterk. Þegar maður er sterkur þá lyftir maður ekkert upp höndum og segist hafa gefist upp. En ég neyddist til þess að gera það og vá það var svo gott.“ Jónína segist hafa reynt að hætta sjálf. „Mitt aðalvandamál var í raun orðið svefnlyf. Í kvíðanum þurfti ég að sofa og að taka eina svefntöflu fór allt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bæði svefnlyf og áfengi, þetta er bara olía á eld kvíðans. Þegar maður verður kvíðnari þá hættir allt að virka. Það virkar ekki áfengi, svefnlyfin hætta að virka og það virkar bara ekki neitt. Og meira segja Lindu buffið virkaði ekki til þess að róa okkur.“ Jónína var hætt að trúa því að hún gæti komist út úr þessu ástandi. Yðar allt af lífi í rólegheitunum á heilsunámskeiðum Jónínu Ben. „Ég var orðin rosalega lasin. Það vildu mér allir vel og fjölskyldan stóð öll með mér eins og klettar. Ég bara gafst upp og ákvað að fara í langtímameðferð á Krísuvík, þvert á það sem allir ráðlögðu mér. Það er ákveðið snobb í gangi þegar kemur að alkóhólisma og ég er bara ekki snobbuð og ég vildi bara fá langan tíma. Það var þvílíkt lán en fyrstu mánuðirnir voru gríðarlega erfiðir en ráðgjafarnir einstakir og allt fólk með reynslu sem hafði trú á mér þegar ég hafði það ekki sjálf. Fíknin er allt annað en vitsmunirnir og það biður enginn að verða veikur, það er alveg sama hvað það er. Ég mun aldrei sætta mig við það að vera veik og það er miklu meiri aumingjaskapur að gefast ekki upp, heldur en að gefast upp.“ Hún segist hafa ákveðið að stíga fram og segja sannleikann. Segi alltaf sannleikann „Ég er búin að temja mér að segja sannleikann, þó að ýmsir hafi sagt að ég væri alltaf að ljúga þegar ég er ekki að ljúga. Ég vildi segja satt frekar en að lesa um mig einhverjar lygasögur á forsíðum blaða. Í mörg ár voru ákveðin öfl sem unnu við það að níða mig niður því ég hef alltaf þótt hættuleg.“ Heilsubótameðferðir Jónínu hafa hjálpað mörgum. Í Hveragerði eru læknar eins og Haraldur Erlendsson og fleiri sérfræðingar sem vinna með Jónínu. Fyrsta heilsunámskeiðið á Hótel Örk var uppselt og skráðu sextíu manns sig. „Ég hef svona svipaða dagskrá og ég hef gert út í Póllandi. Það byrjar á morgnanna með gönguferðum, teygjum og djúpöndum og síðan er alltaf morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á sama tíma og við erum með stafagöngu, sundleikfimi, jóga, nudd og snyrtistofu. Hér yðar allt af lífi, en í rólegheitum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jónína er nú flutt til Hveragerðis þar sem hún hefur hafið nýtt og betra líf og er glöð og hamingjusöm. Og Jónína er nú með heilsubótarnámskeið og detox á Hótel Örk í Hveragerði. Færri komust að en vildu á námskeiðið sem nú stendur yfir og verður því annað námskeið haldið 17. júlí. „Eftir alla mína reynslu að vinna með veiku fólki þá tengi ég sjúkdóma á svo marga hætti. Við erum andi með huga, sál og líkama. Það sem gerist svo oft hjá okkur að við vanrækjum einn þátt og ég vanrækti bara sjálfan mig, þessa sálrænu hluti sem er kvíði. Kvíðinn minn var orðinn þannig að ég gat ekki gengið, né sofið,“ segir Jónína og heldur áfram. „Ég var alltaf verkjuð en ég er gömul íþróttakona og líkami minn brást algjörlega. Ég gat ekki gert neitt af viti og þá fór ég að deyfa mig. Ég fór að deyfa mig með áfengi sem var alveg þvert gegn því sem ég hafði alltaf trúað. Ég var alltaf á móti áfengi og upplifði mikinn alkóhólisma í minni fjölskyldu og sá hvaða afleiðingar það hefur. Alkahólistinn er einn fullur í gleðivímu á meðan kannski hundrað manns eru í gleði og sorg heima. Alkahólistinn býr til mjög veikar fjölskyldur án þess að ráða við það.“ Svefnlyfin helsta vandamálið Hún segist hafa þróað með sér þennan sjúkdóm og hafi átt mjög erfitt með að viðurkenna það. „Uppgjöfin var mér erfið vegna þess að ég er svo sterk. Þegar maður er sterkur þá lyftir maður ekkert upp höndum og segist hafa gefist upp. En ég neyddist til þess að gera það og vá það var svo gott.“ Jónína segist hafa reynt að hætta sjálf. „Mitt aðalvandamál var í raun orðið svefnlyf. Í kvíðanum þurfti ég að sofa og að taka eina svefntöflu fór allt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bæði svefnlyf og áfengi, þetta er bara olía á eld kvíðans. Þegar maður verður kvíðnari þá hættir allt að virka. Það virkar ekki áfengi, svefnlyfin hætta að virka og það virkar bara ekki neitt. Og meira segja Lindu buffið virkaði ekki til þess að róa okkur.“ Jónína var hætt að trúa því að hún gæti komist út úr þessu ástandi. Yðar allt af lífi í rólegheitunum á heilsunámskeiðum Jónínu Ben. „Ég var orðin rosalega lasin. Það vildu mér allir vel og fjölskyldan stóð öll með mér eins og klettar. Ég bara gafst upp og ákvað að fara í langtímameðferð á Krísuvík, þvert á það sem allir ráðlögðu mér. Það er ákveðið snobb í gangi þegar kemur að alkóhólisma og ég er bara ekki snobbuð og ég vildi bara fá langan tíma. Það var þvílíkt lán en fyrstu mánuðirnir voru gríðarlega erfiðir en ráðgjafarnir einstakir og allt fólk með reynslu sem hafði trú á mér þegar ég hafði það ekki sjálf. Fíknin er allt annað en vitsmunirnir og það biður enginn að verða veikur, það er alveg sama hvað það er. Ég mun aldrei sætta mig við það að vera veik og það er miklu meiri aumingjaskapur að gefast ekki upp, heldur en að gefast upp.“ Hún segist hafa ákveðið að stíga fram og segja sannleikann. Segi alltaf sannleikann „Ég er búin að temja mér að segja sannleikann, þó að ýmsir hafi sagt að ég væri alltaf að ljúga þegar ég er ekki að ljúga. Ég vildi segja satt frekar en að lesa um mig einhverjar lygasögur á forsíðum blaða. Í mörg ár voru ákveðin öfl sem unnu við það að níða mig niður því ég hef alltaf þótt hættuleg.“ Heilsubótameðferðir Jónínu hafa hjálpað mörgum. Í Hveragerði eru læknar eins og Haraldur Erlendsson og fleiri sérfræðingar sem vinna með Jónínu. Fyrsta heilsunámskeiðið á Hótel Örk var uppselt og skráðu sextíu manns sig. „Ég hef svona svipaða dagskrá og ég hef gert út í Póllandi. Það byrjar á morgnanna með gönguferðum, teygjum og djúpöndum og síðan er alltaf morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á sama tíma og við erum með stafagöngu, sundleikfimi, jóga, nudd og snyrtistofu. Hér yðar allt af lífi, en í rólegheitum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira