Enski boltinn

Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikinn stemning fyrir utan Anfield í gær.
Mikinn stemning fyrir utan Anfield í gær. vísir/getty

Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins.

Titilinn var í húsi hjá Liverpool í gær eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Chelsea á útivelli og geta þeir þar af leiðandi ekki náð Liverpool að stigum.

Jurgen Klopp bað stuðningsmenn félagsins að safnast saman í litlum hópum, vegna kórónuveirunnar, en það var ekki uppi á teningnum fyrir utan heimavöll liðsins, Anfield, í gær.

Stuðningsmenn félagsins flykktust í átt að vellinum sem og í miðbæ Liverpool þar sem þeir fögnuðu af miklum krafti. Svo mikið að lögreglan þurfti að loka öllum vegum í kringum Anfield.

Lögreglan sagði í tilkynningu sinni að ekki allir hefðu farið eftir skilaboðum Klopp og yfirvalda að safnast ekki saman en gleðin var ósvikin enda margir stuðningsmenn félagsins búnir að bíða lengi.

Hér að neðan má sjá brot af stemningunni í gær sem og í morgun en fólk var einnig byrjað að mæta fyrir utan Anfield í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×