Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 10:51 Páll Baldvin er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Hann er ómyrkur í máli, segir hraksmánarlega hafa verið staðið að þessari eldgildru og kallar eftir opinberri rannsókn. visir/vilhelm Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“ Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16