Fimm leikjum frestað vegna smitsins Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 11:37 KR-ingar eru komnir í sóttkví eftir að hafa spilað við leikmann Breiðabliks sem síðar greindist með smit. Blikakonur eru að sjálfsögðu einnig í sóttkví. VÍSIR/HAG KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. Smitið greindist í gær og þar sem að leikmaðurinn hafði komið við sögu í leik Breiðabliks og KR á þriðjudagskvöld hafa leikmenn og þjálfarar liðanna verið settir í sóttkví. Á vef KSÍ kemur fram að næstu tveimur leikjum Breiðabliks, gegn Þrótti R. næsta þriðjudag og Þór/KA 6. júlí, hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Eins hefur leikjum KR við FH og Selfoss verið frestað. Þá hefur leik venslaliðs Breiðabliks, Augnabliks, við Völsung sem fram átti að fara í Lengjudeildinni í kvöld verið frestað. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir á vef Fréttablaðsins að ekki standi til að fresta fleiri leikjum í Pepsi Max-deild kvenna. Önnur lið megi spila. „Mótin munu því ekki breytast umfram það að leikjum Breiðabliks og KR á meðan leikmenn og forráðamenn þeirra liða munu frestast fram yfir sóttkvína. Við munum keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast,“ sagði mótastjórinn. Óvíst er hvenær leikjunum fimm verður komið á en Birkir sagði í samtali við Vísi að leikjadagskrá í Pepsi Max-deildunum eftir Verslunarmannahelgi hefði ekki verið staðfest vegna óvissu sem ríkti um leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Nú er komið í ljós hvenær leika á í Evrópukeppnunum og hægt að útfæra dagskrána út frá því og þeim leikjum sem fresta þarf vegna kórónuveirunnar. Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Breiðablik Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. Smitið greindist í gær og þar sem að leikmaðurinn hafði komið við sögu í leik Breiðabliks og KR á þriðjudagskvöld hafa leikmenn og þjálfarar liðanna verið settir í sóttkví. Á vef KSÍ kemur fram að næstu tveimur leikjum Breiðabliks, gegn Þrótti R. næsta þriðjudag og Þór/KA 6. júlí, hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Eins hefur leikjum KR við FH og Selfoss verið frestað. Þá hefur leik venslaliðs Breiðabliks, Augnabliks, við Völsung sem fram átti að fara í Lengjudeildinni í kvöld verið frestað. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir á vef Fréttablaðsins að ekki standi til að fresta fleiri leikjum í Pepsi Max-deild kvenna. Önnur lið megi spila. „Mótin munu því ekki breytast umfram það að leikjum Breiðabliks og KR á meðan leikmenn og forráðamenn þeirra liða munu frestast fram yfir sóttkvína. Við munum keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast,“ sagði mótastjórinn. Óvíst er hvenær leikjunum fimm verður komið á en Birkir sagði í samtali við Vísi að leikjadagskrá í Pepsi Max-deildunum eftir Verslunarmannahelgi hefði ekki verið staðfest vegna óvissu sem ríkti um leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Nú er komið í ljós hvenær leika á í Evrópukeppnunum og hægt að útfæra dagskrána út frá því og þeim leikjum sem fresta þarf vegna kórónuveirunnar.
Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Breiðablik Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49