Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 11:38 Anna Margrét Árnadóttir/Formatyka Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. Krystian Dziopa og Iga Szczugiel skipa Formatyka og bar tillaga þeirra heitið „Lifa, njóta ferðast - endurtaka“. „Tillagan skapar nútímalega táknmynd fyrir Borgarlínu framtíðarinnar og býr til sterkt kennileiti í umhverfinu sem eykur á gæði almenningsrýma. Tillagan byggir á fjölhæfu einingarkerfi og því er auðvelt að laga hana að fjölbreyttum aðstæðum innan borgarlandslagsins,“ segir í umsögn dómnefndar keppninnar, samkvæmt tilkynningu. Öll götugögn eru að fullu aðlöguð og felld inn í tillöguna á snjallan hátt. Efnisval, áferðir og litir vinna vel saman og lífga upp á bæjarbraginn. Einstök tillaga með vandaðar lausnir á aðgengi allra.“ Annað sætið hlaut tillagan „Taktur“ eftir Önnu Leoniak og Bjarna Kristinsson en þriðja sætið hlotnaðist þeim Karli Kvaran, Lilju Kristínu Ólafsdóttur og Sahar Ghaderi með tillöguna „Línan“. Alls bárust 16 tillögur í samkeppnina en þrjár þeirra hlutu verðlaun, auk þess sem dómnefnd veitti þrem teymum sérstaka viðurkenningu fyrir vel útfærðar tillögur. Í dómnefndinni voru Þráinn Hauksson, Marcos Zotes, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Björg Fenger og Rut Káradóttir. Með götugögnum er átt við hluti á borð við bekki, upplýsingaskilti, ruslatunnur, ljósastaura og minni skýli. Í áðurnefndri tilkynningu segir að tilgangurinn með samkeppninni hafi svo til verði banki af götugögnum sem hægt verði að velja úr eftir þörfum á hverri stöð. „Götugögnin, sem einkenna munu Borgarlínustöðvarnar í öllum sveitarfélögum, eiga að hafa samræmt og einkennandi yfirbragð sem mun stuðla að betri og heildstæðari borgarbrag auk þess að bæta upplifun notendans.“ Allar tillögurnar verður hægt að skoða á sýningunni Næsta Stopp: Hamraborg en hún opnar 25. júni kl 16:15 í Bókasafni Kópavogs og stendur til 3. ágúst. Borgarlína Reykjavík Tíska og hönnun Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. Krystian Dziopa og Iga Szczugiel skipa Formatyka og bar tillaga þeirra heitið „Lifa, njóta ferðast - endurtaka“. „Tillagan skapar nútímalega táknmynd fyrir Borgarlínu framtíðarinnar og býr til sterkt kennileiti í umhverfinu sem eykur á gæði almenningsrýma. Tillagan byggir á fjölhæfu einingarkerfi og því er auðvelt að laga hana að fjölbreyttum aðstæðum innan borgarlandslagsins,“ segir í umsögn dómnefndar keppninnar, samkvæmt tilkynningu. Öll götugögn eru að fullu aðlöguð og felld inn í tillöguna á snjallan hátt. Efnisval, áferðir og litir vinna vel saman og lífga upp á bæjarbraginn. Einstök tillaga með vandaðar lausnir á aðgengi allra.“ Annað sætið hlaut tillagan „Taktur“ eftir Önnu Leoniak og Bjarna Kristinsson en þriðja sætið hlotnaðist þeim Karli Kvaran, Lilju Kristínu Ólafsdóttur og Sahar Ghaderi með tillöguna „Línan“. Alls bárust 16 tillögur í samkeppnina en þrjár þeirra hlutu verðlaun, auk þess sem dómnefnd veitti þrem teymum sérstaka viðurkenningu fyrir vel útfærðar tillögur. Í dómnefndinni voru Þráinn Hauksson, Marcos Zotes, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Björg Fenger og Rut Káradóttir. Með götugögnum er átt við hluti á borð við bekki, upplýsingaskilti, ruslatunnur, ljósastaura og minni skýli. Í áðurnefndri tilkynningu segir að tilgangurinn með samkeppninni hafi svo til verði banki af götugögnum sem hægt verði að velja úr eftir þörfum á hverri stöð. „Götugögnin, sem einkenna munu Borgarlínustöðvarnar í öllum sveitarfélögum, eiga að hafa samræmt og einkennandi yfirbragð sem mun stuðla að betri og heildstæðari borgarbrag auk þess að bæta upplifun notendans.“ Allar tillögurnar verður hægt að skoða á sýningunni Næsta Stopp: Hamraborg en hún opnar 25. júni kl 16:15 í Bókasafni Kópavogs og stendur til 3. ágúst.
Borgarlína Reykjavík Tíska og hönnun Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira