Innlent

Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill

Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að úrskurður Persónuverndar í máli Atla skyldi jafnframt felldur niður að því er Fréttablaðið greinir frá.

Atli Rafn kvartaði til Persónuverndar eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanir á hendur honum. Kvartanirnar komu fram í vinnuskjali leikhússtjóra Borgarleikhússins og urðu þær til þess að honum var vikið úr starfi.

Niðurstaða Persónuverndar, sem Atli kærði, var sú að hlutaðeigandi einstaklingar yrðu ekki látnir sæta því að sá trúnaður sem þeim var lofað af leikhússtjóra yrði látinn víkja fyrir hagsmunum Atla Rafns. Því hafi leikhússtjóra ekki verið skylt að veita honum upplýsingarnar sem hann óskaði eftir.


Tengdar fréttir

Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á

Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×