Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:15 Landsréttur dæmdi í dag í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira