Íslenski boltinn

Víðir segir að karlalið Breiðabliks þurfi ekki að fara í sóttkví

Ísak Hallmundarson skrifar
Víðir Reynisson
Víðir Reynisson skjáskot

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að karlalið Breiðabliks í fótbolta þurfi ekki að fara í sóttkví. Það hafi komið í ljós eftir smitrakningu.

Í gær greindist leikmaður kvennaliðs Breiðabliks með smit og hefur næstu tveimur leikjum þeirra verið frestað þar sem allt liðið fer í sóttkví. Það gildir ekki um karlaliðið.


Tengdar fréttir

Fimm leikjum frestað vegna smitsins

KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna.

Leikmaður Breiðabliks smitaður

Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×