Faraldurinn „alvarlegt vandamál“ í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 23:11 Anthony Fauci hefur leitt smitvarnateymi Hvíta hússins. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05
Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44