Erlent

Sögu­leg stjórnar­myndun á Ír­landi í höfn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Micheál Martin (t.v.) mun taka við sem forsætisráðherra Írlands eftir þingfund í dag. Leo Varadkar (t.h.) núverandi forsætisráðherra tekur aftur við embættinu eftir tvö og hálft ár.
Micheál Martin (t.v.) mun taka við sem forsætisráðherra Írlands eftir þingfund í dag. Leo Varadkar (t.h.) núverandi forsætisráðherra tekur aftur við embættinu eftir tvö og hálft ár. Getty/Charles McQuillan/Alex Wong

Líklegt er að Micheál Martin, leiðtogi írska stjórnmálaflokksins Fianna Fáil, veði kosinn forsætisráðherra á sérstökum fundi hjá írska þinginu í dag. Á föstudag samþykktu þingflokkar Fianna Fáil, Fine Gael og Græna flokksins stjórnarsamkomulag.

Þingkosningar á Írlandi voru haldnar í febrúar en enginn flokkur hlaut yfirgnæfandi meirihluta og var því ljóst að mynda þyrfti samsteypustjórn. Stjórnarmyndunarviðræður frestuðust þar að auki vegna kórónuveirufaraldursins.

Þá þurftu stærri flokkarnir tveir, Fianna Fáil og Fine Gael, stuðning Græna flokksins svo að hægt væri að mynda starfhæfan meirihluta á þinginu. Leiðtogar flokkanna og samninganefndir þeirra komust að samkomulagi fyrr í þessum mánuði.

Samkomulagið er sögulegt en flokkarnir tveir Fianna Fáil og Fine Gael eiga rætur sínar að rekja til írska borgarastríðsins fyrir nærri hundrað árum síðan og hafa aldrei myndað saman samsteypustjórn.

Martin mun gegna hlutverki forsætisráðherra næstu tvö og hálfa árið og svo mun Leo Varadkar, leiðtogi Fine Gael og núverandi forsætisráðherra, taka við keflinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×