Viltu þetta virkilega, Katrín; alla vega er það gert í þínu nafni!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. júní 2020 11:01 Það er víða pottur brotinn í dýrahaldi og meðferð dýra, einkum og sér í lagi, þar sem hefðbundinn landbúnaður er að breytast í verksmiðjuframleiðslu á kjöti - án nokkurs tillits til þess, að dýrin eru lifandi verur, með eigið skyn og tilfinningar – en einna verst af öllum búgreinum, með tilliti til kvalræðis dýranna, er í mínum huga loðdýraræktin. Hér á Íslandi eru einkum haldnir minkar. Þetta eru lífverur, sem við eðlilegar eða náttúrulegar aðstæður, þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þær geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Slík var ráðstöfun Skaparans. Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetsbúr, 30 x 60 eða 70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. 30 sm eru eins og hæðin á A4 blaði. Búklengd með skotti dýranna slagar upp lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járnvírum. 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn, en hann hrúast oft upp undir búrum og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja, líka auðvitað þefnæmum dýrunum til mikils ama. Þegar hvolpar eru 6 mánaða, kemur að slátrun. Þá er þeim troðið inn í lokaðan kassa og útblástur dráttavélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir af gaseitrun. Nú kunna minkar vel að kafa, geta haldið niður í sér anda, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og halda frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð mínútum saman. Fyrir mér er óskiljanlegt, að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræðilegu búgrein fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Ekki var það velvild til dýranna eða væntumþykja um þau. Öðru nær. Í flestum atvinnurekstri er það svo, að afkoma sveiflast upp og niður, og verða atvinnurekendur, sem vilja komast af til langframa, að safna í sarpinn í góðu árunum, til að eiga fyrir útgjöldum, þegar þau mögru koma. Þetta lögmál gildir um flest fyrirtæki landsins, en einhvern veginn hafa bændur, með sinn búrekstur, oft komizt upp með það í gegnum árin, að, ef illa áraði og afkoma versnaði, þá gætu þeir bara snúið sér til ríkisins og fengið úrlausn á sínum fjárhagsvanda þar; úr sjóðum almennings. Nú eru þeir 10 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fá 160 milljónir króna úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur og haldið áfram sinni miskunnarlausu kvalrækt; fyrir tilstilli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Frumkvöðlar að enn einum styrknum til loðdýrabænda, sem fengu a.m.k. 100 milljónir í fyrra, ef ég man rétt, eru landbúnaðarráðherra, Kristján Þór, sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi, og umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi -sem á að vera grænn, þó að þess gæti engan veginn hjá honum í dýravernd; þar er litur hans fremur rauður -, en skv. frétt í Morgunblaðinu í gær, fjallaði ríkistjórnin um málið 24. júni og lagði, að því er virðist, blessun sína yfir það. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn virðast margir hverjir haft litla tilfinningu fyrir dýrum og náttúru - lífríki þessarar jarðar -, og kemur því tilfinningalaus og og köld framganga Kristjáns Þórs og dýralæknisins Sigurðar Inga ekki á óvart, en stuðningur Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundur Inga, sem hafa þótzt málsvarar og baráttumenn fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó enn eitt áfallið og hnekkir fyrir þeirra pólítízka hreinlyndi og heiðarleika. Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna eða eru að banna loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Masedóníu, Sviss (þar eru almenn mjög ströng dýraverndarlög, sem fyrirbyggja svona dýraníð), Tékkland, Þýzkaland frá 2022, Belgía frá 2023, Holland frá 2024 og Noregur og Slóvakía frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Það verður því að teljast fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, að þau séu ár eftir ár að styrkja búgrein, sem allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Um leið er þetta ljótur og skammarlegur blettur á merkið Ísland. Allir helztu fatahönnuðir og -framleiðendur hins vestræna heims eru líka búnir að setja bann á og útiloka náttúrulega loðfeldi í sinni hönnun og framleiðslu. Má þar nefna Armani, Calvin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kohrs, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Versace og Vivienne Westwood. Það hefði því verið nær, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefði nú beitt sér fyrir því, að loðadýrabændur værur styrktir til að láta af þessu dýraníði og þessum hörmulega búskap, þannig, að loka hefði mátt þessum ljóta kafla í íslenzkri búrekstrarsögu. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýr Loðdýrarækt Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er víða pottur brotinn í dýrahaldi og meðferð dýra, einkum og sér í lagi, þar sem hefðbundinn landbúnaður er að breytast í verksmiðjuframleiðslu á kjöti - án nokkurs tillits til þess, að dýrin eru lifandi verur, með eigið skyn og tilfinningar – en einna verst af öllum búgreinum, með tilliti til kvalræðis dýranna, er í mínum huga loðdýraræktin. Hér á Íslandi eru einkum haldnir minkar. Þetta eru lífverur, sem við eðlilegar eða náttúrulegar aðstæður, þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þær geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Slík var ráðstöfun Skaparans. Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetsbúr, 30 x 60 eða 70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. 30 sm eru eins og hæðin á A4 blaði. Búklengd með skotti dýranna slagar upp lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járnvírum. 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn, en hann hrúast oft upp undir búrum og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja, líka auðvitað þefnæmum dýrunum til mikils ama. Þegar hvolpar eru 6 mánaða, kemur að slátrun. Þá er þeim troðið inn í lokaðan kassa og útblástur dráttavélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir af gaseitrun. Nú kunna minkar vel að kafa, geta haldið niður í sér anda, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og halda frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð mínútum saman. Fyrir mér er óskiljanlegt, að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræðilegu búgrein fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Ekki var það velvild til dýranna eða væntumþykja um þau. Öðru nær. Í flestum atvinnurekstri er það svo, að afkoma sveiflast upp og niður, og verða atvinnurekendur, sem vilja komast af til langframa, að safna í sarpinn í góðu árunum, til að eiga fyrir útgjöldum, þegar þau mögru koma. Þetta lögmál gildir um flest fyrirtæki landsins, en einhvern veginn hafa bændur, með sinn búrekstur, oft komizt upp með það í gegnum árin, að, ef illa áraði og afkoma versnaði, þá gætu þeir bara snúið sér til ríkisins og fengið úrlausn á sínum fjárhagsvanda þar; úr sjóðum almennings. Nú eru þeir 10 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fá 160 milljónir króna úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur og haldið áfram sinni miskunnarlausu kvalrækt; fyrir tilstilli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Frumkvöðlar að enn einum styrknum til loðdýrabænda, sem fengu a.m.k. 100 milljónir í fyrra, ef ég man rétt, eru landbúnaðarráðherra, Kristján Þór, sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi, og umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi -sem á að vera grænn, þó að þess gæti engan veginn hjá honum í dýravernd; þar er litur hans fremur rauður -, en skv. frétt í Morgunblaðinu í gær, fjallaði ríkistjórnin um málið 24. júni og lagði, að því er virðist, blessun sína yfir það. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn virðast margir hverjir haft litla tilfinningu fyrir dýrum og náttúru - lífríki þessarar jarðar -, og kemur því tilfinningalaus og og köld framganga Kristjáns Þórs og dýralæknisins Sigurðar Inga ekki á óvart, en stuðningur Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundur Inga, sem hafa þótzt málsvarar og baráttumenn fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó enn eitt áfallið og hnekkir fyrir þeirra pólítízka hreinlyndi og heiðarleika. Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna eða eru að banna loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Masedóníu, Sviss (þar eru almenn mjög ströng dýraverndarlög, sem fyrirbyggja svona dýraníð), Tékkland, Þýzkaland frá 2022, Belgía frá 2023, Holland frá 2024 og Noregur og Slóvakía frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Það verður því að teljast fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, að þau séu ár eftir ár að styrkja búgrein, sem allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Um leið er þetta ljótur og skammarlegur blettur á merkið Ísland. Allir helztu fatahönnuðir og -framleiðendur hins vestræna heims eru líka búnir að setja bann á og útiloka náttúrulega loðfeldi í sinni hönnun og framleiðslu. Má þar nefna Armani, Calvin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kohrs, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Versace og Vivienne Westwood. Það hefði því verið nær, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefði nú beitt sér fyrir því, að loðadýrabændur værur styrktir til að láta af þessu dýraníði og þessum hörmulega búskap, þannig, að loka hefði mátt þessum ljóta kafla í íslenzkri búrekstrarsögu. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun