Hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 13:17 Apu er einn þekktasti karakter þáttanna. Nú mun hann fá nýja rödd. Youtube Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. Þetta þýðir til að mynda að nýr leikari mun taka við því hlutverki að tala fyrir indverska karakterinn og búðareigandann Apu. Leikarinn Hank Azaria hefur talað fyrir Apu frá upphafi, eða í þrjátíu ár, en það hefur lengi þótt umdeilt. Hann greindi frá því fyrr á árinu að hann myndi hætta í því hlutverki. Azaria hefur einnig séð um að tala fyrir aðrar persónur í þáttunum, til að mynda lögreglumanninn Lou og mexíkóska býflugnamanninn. Hann sagðist vera miður sín ef einhver hefði upplifað túlkun sína á Apu fordómafulla. Í stuttri yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna er það tekið skýrt fram að meiri fjölbreytileiki verði í vali á raddleikurum og það sé það rétta í stöðunni. „Við tókum þessa ákvörðun saman. Við vorum sammála. Okkur líður eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. Þetta þýðir til að mynda að nýr leikari mun taka við því hlutverki að tala fyrir indverska karakterinn og búðareigandann Apu. Leikarinn Hank Azaria hefur talað fyrir Apu frá upphafi, eða í þrjátíu ár, en það hefur lengi þótt umdeilt. Hann greindi frá því fyrr á árinu að hann myndi hætta í því hlutverki. Azaria hefur einnig séð um að tala fyrir aðrar persónur í þáttunum, til að mynda lögreglumanninn Lou og mexíkóska býflugnamanninn. Hann sagðist vera miður sín ef einhver hefði upplifað túlkun sína á Apu fordómafulla. Í stuttri yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna er það tekið skýrt fram að meiri fjölbreytileiki verði í vali á raddleikurum og það sé það rétta í stöðunni. „Við tókum þessa ákvörðun saman. Við vorum sammála. Okkur líður eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein