Erlent

Sex handteknir vegna þjófnaðar Banksyverks frá Bataclan

Samúel Karl Ólason skrifar
Hurðin hvarf sporlaust í janúar á síðasta ári eftir að hópur grímuklæddra manna búinn slípirokkum losaði hurðina, kom henni fyrir í sendiferðabíl og ók á brott.
Hurðin hvarf sporlaust í janúar á síðasta ári eftir að hópur grímuklæddra manna búinn slípirokkum losaði hurðina, kom henni fyrir í sendiferðabíl og ók á brott. EPA/CLAUDIO LATTANZIO

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið sex manns vegna þjófnaðar Bansky-málverks frá tónleikastaðnum Bataclan í París. Málverkið var málað á hurð staðarins og til minnis þeirra sem dóu þar og annarsstaðar í París í hryðjuverkaárásunum 15. nóvember 2015. Níutíu tónleikagestir Bataclan dóu það kvöld þegar hópur hryðjuverkamanna á vegum Íslamska ríkisins réðust þar inn.

Hurðin hvarf sporlaust í janúar á síðasta ári eftir að hópur grímuklæddra manna búinn slípirokkum losaði hurðina, kom henni fyrir í sendiferðabíl og ók á brott.

Hurðin fannst á ítölskum bóndabæ fyrr í mánuðinum.

Mennirnir sex voru handteknir víðsvegar um Frakkland í vikunni. Tveir þeirra hafa verið ákærðir fyrir þjófnaðinn en hinir fjórir fyrir að hylma yfir þjófnaðinn. Allir sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, samkvæmt frétt France24.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×