Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 18:30 Borgarbúar hafa skilið blóm, kerti og aðra muni eftir fyrir utan húsið til að minnast hinna látnu. Vísir/Einar Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. „Við höfum fengið fjöldann allan af símtölum frá vinum og vandamönnum fórnarlamba mannskæða brunans en það fyrsta sem við þurftum að gera á föstudag var að hjálpa þeim sem lifðu brunann af,“ segir Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn hér á landi. Nokkrir Pólverjar eru meðal þeirra sem bjuggu í húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í fyrradag. „Sex einstaklingar misstu heimili sitt og nú reynum við að koma þeim í húsaskjól og hjálpa þeim eins og við getum. Þetta fólk missti í raun allt sem það átti, eina sem var eftir eru fötin sem þau höfðu á bakinu. Þau misstu líka alla pappíra, vegabréf og þess háttar,“ segir Jakub. Hann sagði jafnframt að þeir sem létust hafi verið á þrítugs- og fertugsaldri. „Pólska samfélagið er í áfalli og syrgir. Ég myndi segja að þetta sé líklega einn mesti harmleikur sem skekið hefur pólska samfélagið á Íslandi.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að fá andlátin ekki staðfest en Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur ekki enn borið kennsl á líkin. „Þetta hefur verið mikið álag fyrir ættingja en fjölskyldurnar gera ráð fyrir því að ættingjar þeirra séu látnir. Þau þurfa bara að fá opinbera staðfestingu á því og að kennsl séu borin á hina látnu til að vera viss að þetta séu þeirra ættingjar,“ segir Jakub. Frá vettvangi brunans. Margir hafa rétt fram hjálparhönd Hann segir að fólkið hafi ekki búið lengi hér á landi. „Ég held að flest þeirra hafi ekki verið hér lengi svo ég held að þau hafi komið hingað til lands frekar nýlega.“ Þá hafi Pólverjar sem bjuggu í húsinu leitað til sendiráðsins. „Ef við lítum á björtu hliðarnar þá eru margir í pólska samfélaginu, eða ekki bara í því en að mestu leiti, sem hafa rétt fram hjálparhönd, sem hafa hjálpað þeim sem lifðu af að finna húsaskjól og hafa hjálpað á annan hátt. Þetta eru samtök pólskra hlaupara í Reykjavík, kaþólska kirkjan og sjálfstæð fyrirtæki og einstaklingar sem hafa haft samband við okkur og skipulagt stuðning.“ Þá hafi Rauði krossinn útvegað þeim gististað í eina nótt. „Fyrsta hjálp fyrir þá sem lifðu af kom frá Rauða krossinum. Eftir að kviknaði í húsinu var fólkið skilið eftir á götunni því að húsið brann til kaldra kola. Rauði krossinn útvegaði þeim svefnpláss í eina nótt en eftir það þurfti fólkið að finna stað til að vera á sjálft,“ segir Jakub. Jakub Pilch.Vísir/Bjarni Eftir fyrstu nóttina hafi einhverjir getað leitað til Reykjavíkurborgar um félagslegt úrræði en aðrir hafi þurft að finna sér stað til að dvelja á. Þeim var bent á að leita til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þau fóru þangað og ég hjálpaði þeim við að sækja um aðstoð en flest þeirra, vegna tekna, uppfylla ekki skilyrðin fyrir félagslegt úrræði. Aðeins tvö þeirra fengu húsnæði en hin þurftu að leita annarra úrræða.“ Allir sem búsettir voru á Bræðraborgarstíg 1 hafa nú samastað og segir hann það að mestu leiti vegna góðviljaðra borgara sem réttu fram hjálparhönd. „Þetta verður allavega tryggt næstu daga en við sjáum svo hvað koma skal á næstu dögum.“ „Við höfum fengið mikið af boðum frá fólki sem er tilbúið til að hjálpa þannig að það kemur í ljós hvort einhverjir fái varanleg heimili þannig.“ Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns. Pólland Bruni á Bræðraborgarstíg Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. „Við höfum fengið fjöldann allan af símtölum frá vinum og vandamönnum fórnarlamba mannskæða brunans en það fyrsta sem við þurftum að gera á föstudag var að hjálpa þeim sem lifðu brunann af,“ segir Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn hér á landi. Nokkrir Pólverjar eru meðal þeirra sem bjuggu í húsinu á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í fyrradag. „Sex einstaklingar misstu heimili sitt og nú reynum við að koma þeim í húsaskjól og hjálpa þeim eins og við getum. Þetta fólk missti í raun allt sem það átti, eina sem var eftir eru fötin sem þau höfðu á bakinu. Þau misstu líka alla pappíra, vegabréf og þess háttar,“ segir Jakub. Hann sagði jafnframt að þeir sem létust hafi verið á þrítugs- og fertugsaldri. „Pólska samfélagið er í áfalli og syrgir. Ég myndi segja að þetta sé líklega einn mesti harmleikur sem skekið hefur pólska samfélagið á Íslandi.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir aðstandendur að fá andlátin ekki staðfest en Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur ekki enn borið kennsl á líkin. „Þetta hefur verið mikið álag fyrir ættingja en fjölskyldurnar gera ráð fyrir því að ættingjar þeirra séu látnir. Þau þurfa bara að fá opinbera staðfestingu á því og að kennsl séu borin á hina látnu til að vera viss að þetta séu þeirra ættingjar,“ segir Jakub. Frá vettvangi brunans. Margir hafa rétt fram hjálparhönd Hann segir að fólkið hafi ekki búið lengi hér á landi. „Ég held að flest þeirra hafi ekki verið hér lengi svo ég held að þau hafi komið hingað til lands frekar nýlega.“ Þá hafi Pólverjar sem bjuggu í húsinu leitað til sendiráðsins. „Ef við lítum á björtu hliðarnar þá eru margir í pólska samfélaginu, eða ekki bara í því en að mestu leiti, sem hafa rétt fram hjálparhönd, sem hafa hjálpað þeim sem lifðu af að finna húsaskjól og hafa hjálpað á annan hátt. Þetta eru samtök pólskra hlaupara í Reykjavík, kaþólska kirkjan og sjálfstæð fyrirtæki og einstaklingar sem hafa haft samband við okkur og skipulagt stuðning.“ Þá hafi Rauði krossinn útvegað þeim gististað í eina nótt. „Fyrsta hjálp fyrir þá sem lifðu af kom frá Rauða krossinum. Eftir að kviknaði í húsinu var fólkið skilið eftir á götunni því að húsið brann til kaldra kola. Rauði krossinn útvegaði þeim svefnpláss í eina nótt en eftir það þurfti fólkið að finna stað til að vera á sjálft,“ segir Jakub. Jakub Pilch.Vísir/Bjarni Eftir fyrstu nóttina hafi einhverjir getað leitað til Reykjavíkurborgar um félagslegt úrræði en aðrir hafi þurft að finna sér stað til að dvelja á. Þeim var bent á að leita til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þau fóru þangað og ég hjálpaði þeim við að sækja um aðstoð en flest þeirra, vegna tekna, uppfylla ekki skilyrðin fyrir félagslegt úrræði. Aðeins tvö þeirra fengu húsnæði en hin þurftu að leita annarra úrræða.“ Allir sem búsettir voru á Bræðraborgarstíg 1 hafa nú samastað og segir hann það að mestu leiti vegna góðviljaðra borgara sem réttu fram hjálparhönd. „Þetta verður allavega tryggt næstu daga en við sjáum svo hvað koma skal á næstu dögum.“ „Við höfum fengið mikið af boðum frá fólki sem er tilbúið til að hjálpa þannig að það kemur í ljós hvort einhverjir fái varanleg heimili þannig.“ Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns.
Pólland Bruni á Bræðraborgarstíg Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. 27. júní 2020 17:38
Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08
Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00