Grafíski hönnuðurinn Milton Glaser, sem hannaði „I ♥ NY“ myndmerkið er látinn, 91 ára að aldri.
Glaser hannaði merkið fyrir herferð sem ætlað var að lokka ferðamenn til borgarinnar árið 1977. Merkið náði fljótt miklum vinsældum á heimsvísu og hafa verið gerðar ótal útgáfur af merkinu þar sem innblástur hefur verið sóttur í upphaflegt merki Glaser.

Í frétt BBC segir að Glaser hafi síðar sagst vera mjög undrandi á vinsældum þessari „einföldu hugmynd“.
Glaser hannaði einnig frægt plakat af tónlistarmanninum Bob Dylan og var einn stofnenda New York Magazine.
