„Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig“ Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2020 23:57 Guðmundur Franklín Jónsson er sáttur. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“ Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25
Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23