Smit í tíu milljónum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 09:21 Ástandið þykir mjög slæmt í Brasilíu og annarsstaðar í Suður-Ameríku. AP/Leo Correa Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08
Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24
Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42
Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34
Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03
Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33