Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 13:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira