Endurtísti myndbandi af stuðningsmanni kalla „White Power“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 17:53 Donald Trump eyddi tístinu eftir að Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, gagnrýndi hann fyrir endurtístið. Drew Angerer/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann. Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann.
Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01