Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 19:48 Andrzej Duda er sitjandi forseti Póllands. Hann er efstur í forsetakjöri þar í landi, ef marka má útgönguspár. Petr David Josek/AP Útgönguspár pólsku forsetakosninganna sem fram fara í dag benda til þess að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, verði atkvæðamestur eftir fyrri umferð kosningana. Spárnar benda þó til þess að Duda komi ekki til með að ná hreinum meirihluta í fyrstu umferð. Verði raunin sú þarf að kjósa á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna í annarri umferð. Þetta kemur fram á vef AP-fréttastofunnar. Útgönguspár benda þá til þess að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár fyrir hönd Borgaraflokksins, verði annar í kosningunum. Eins og sakir standa er Duda áætlað 41,8% fylgi, en Trzaskowski 30,4%. Fyrir fram voru þessir tveir taldir líklegastir til að hljóta brautargengi hjá kjósendum í Póllandi. Gert er ráð fyrir að lokatölur kosninganna muni liggja fyrir á miðvikudagskvöld. Ef kemur til seinni umferðar kosninganna er talið líklegt að valið muni standa á milli þessa manns, Rafal Trzaskowski, og Duda forseta.Petr David Josek/AP Frambjóðandinn sem er þriðji samkvæmt útgönguspám er sjónvarpsmaðurinn og blaðamaðurinn Szymon Holownia, með 13,3%. Hann er óflokksbundinn, en kannanir benda til þess að meirihluti stuðningsmanna hans myndi styðja Trzaskowski, kæmi til seinni umferðar milli hans og Duda. Forsetakosningarnar í Póllandi áttu að fara fram 10. maí síðastliðinn, en var frestað sökum kórónuveirufaraldursins. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, lagðist harðlega gegn því að kosningunum yrði frestað. Í apríl, skömmu áður en kosningarnar áttu upphaflega að fara fram, naut Duda yfirgnæfandi stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum, og var hann talinn líklegur til þess að vinna kosningarnar með hreinan meirihluta í fyrstu umferð. Pólland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Útgönguspár pólsku forsetakosninganna sem fram fara í dag benda til þess að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, verði atkvæðamestur eftir fyrri umferð kosningana. Spárnar benda þó til þess að Duda komi ekki til með að ná hreinum meirihluta í fyrstu umferð. Verði raunin sú þarf að kjósa á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna í annarri umferð. Þetta kemur fram á vef AP-fréttastofunnar. Útgönguspár benda þá til þess að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár fyrir hönd Borgaraflokksins, verði annar í kosningunum. Eins og sakir standa er Duda áætlað 41,8% fylgi, en Trzaskowski 30,4%. Fyrir fram voru þessir tveir taldir líklegastir til að hljóta brautargengi hjá kjósendum í Póllandi. Gert er ráð fyrir að lokatölur kosninganna muni liggja fyrir á miðvikudagskvöld. Ef kemur til seinni umferðar kosninganna er talið líklegt að valið muni standa á milli þessa manns, Rafal Trzaskowski, og Duda forseta.Petr David Josek/AP Frambjóðandinn sem er þriðji samkvæmt útgönguspám er sjónvarpsmaðurinn og blaðamaðurinn Szymon Holownia, með 13,3%. Hann er óflokksbundinn, en kannanir benda til þess að meirihluti stuðningsmanna hans myndi styðja Trzaskowski, kæmi til seinni umferðar milli hans og Duda. Forsetakosningarnar í Póllandi áttu að fara fram 10. maí síðastliðinn, en var frestað sökum kórónuveirufaraldursins. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, lagðist harðlega gegn því að kosningunum yrði frestað. Í apríl, skömmu áður en kosningarnar áttu upphaflega að fara fram, naut Duda yfirgnæfandi stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum, og var hann talinn líklegur til þess að vinna kosningarnar með hreinan meirihluta í fyrstu umferð.
Pólland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira