Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2020 23:08 Jóhannes Karl var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu dómaratríósins í leiknum gegn KR. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna fyrir KR, 1-2, í kvöld. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga og skaut á leikstíl KR-inga. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við eiga að fá meira út úr leiknum, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn þar sem við sköpuðum okkur mjög góð færi til að skora. Beitir [Ólafsson] varði tvisvar vel og Stefán Teitur [Þórðarson] skaut yfir úr dauðafæri. Því miður datt þetta ekki með okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leik. ÍA komst yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki Steinars Þorsteinssonar. Það kveikti hins vegar í KR sem svaraði með tveimur mörkum. „Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er að stóru leyti sáttur við sóknar- og varnarleikinn okkar en því miður eru KR-ingar líka með góða einstaklinga.“ Einar Ingi Jóhannsson dæmdi afar ódýra vítaspyrnu á ÍA undir lok leiks en hún fór í súginn. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. „Það var bara enn eitt vafaatriðið þar sem mér fannst dómaratríóið vera rosalega sátt með að dæma í hag KR. Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag,“ sagði Jóhannes Karl. „Það voru fullt af vafaatriðum. Bjarki Steinn [Bjarkason] var negldur niður fyrir framan vítateig KR. Boltinn fór inn á miðjuna þar sem Sindri [Snær Magnússon] fór í tæklingu og fékk dæmt á sig brot og gult spjald. Öll vafaatriði duttu með KR.“ Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna fyrir KR, 1-2, í kvöld. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga og skaut á leikstíl KR-inga. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við eiga að fá meira út úr leiknum, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn þar sem við sköpuðum okkur mjög góð færi til að skora. Beitir [Ólafsson] varði tvisvar vel og Stefán Teitur [Þórðarson] skaut yfir úr dauðafæri. Því miður datt þetta ekki með okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leik. ÍA komst yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki Steinars Þorsteinssonar. Það kveikti hins vegar í KR sem svaraði með tveimur mörkum. „Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er að stóru leyti sáttur við sóknar- og varnarleikinn okkar en því miður eru KR-ingar líka með góða einstaklinga.“ Einar Ingi Jóhannsson dæmdi afar ódýra vítaspyrnu á ÍA undir lok leiks en hún fór í súginn. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. „Það var bara enn eitt vafaatriðið þar sem mér fannst dómaratríóið vera rosalega sátt með að dæma í hag KR. Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag,“ sagði Jóhannes Karl. „Það voru fullt af vafaatriðum. Bjarki Steinn [Bjarkason] var negldur niður fyrir framan vítateig KR. Boltinn fór inn á miðjuna þar sem Sindri [Snær Magnússon] fór í tæklingu og fékk dæmt á sig brot og gult spjald. Öll vafaatriði duttu með KR.“
Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30