„Hrikaleg staða“ en ef að við spilum verður mótið að telja Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 14:30 Kvennalið KR og karlalið Stjörnunnar geta ekki æft í tvær vikur á meðan að kvennalið Vals og karlalið Fjölnis geta æft og spilað leiki. Samsett mynd/HAG Þegar eitt lið þarf að bíða heima í sóttkví í tvær vikur á meðan að önnur geta æft og spilað samkvæmt áætlun, er þá ekki búið að gjaldfella Íslandsmótið í fótbolta 2020? Talsmenn liða sem orðið hafa fyrir barðinu á afleiðingum kórónuveirufaraldursins bera sig ágætlega þó að vandinn sé augljós. Þegar þetta er skrifað er stór hluti leikmannahópa Breiðabliks, KR og Fylkis í kvennaflokki, og karlaliðs Stjörnunnar, í tveggja vikna sóttkví. Kórónuveirusmit greindist fyrst hjá leikmanni kvennaliðs Breiðabliks en svo einnig hjá leikmanni karlaliðs Stjörnunnar og öðrum hjá kvennaliði Fylkis. Þessar tvær vikur sem liðin eru í sóttkví þurfa leikmenn að æfa einir, með takmarkaða aðstöðu, og liðin þurfa svo í framhaldinu að leika stífar en önnur lið til að koma sínum leikjum fyrir á tímabilinu. Karlalið Stjörnunnar átti til að mynda að spila þrjá leiki á næstu tveimur vikum en þeim leikjum þarf að koma fyrir síðar í sumar, eða í haust. Hvaða áhrif þetta hefur á lokaniðurstöðuna í Pepsi Max-deildum kvenna og karla, ef á annað borð tekst að ljúka tímabilinu 2020, er ómögulegt að segja til um. Augljóst er hins vegar að liðin sitja ekki við sama borð þegar sum þeirra geta æft en önnur ekki. Þarf að gera skaðann sem minnstan fyrir alla „Það þarf náttúrulega að ljúka mótinu á einhvern hátt. Það þarf að finna eins sanngjarna niðurstöðu og hægt er, og við munum náttúrulega bara vinna það með KSÍ. Það er ekki hægt að flauta mótið af í tvær vikur – hvað ætla menn að gera ef það kemur svo annað smit eftir það? Það þarf að reyna að gera skaðann sem minnstan fyrir alla,“ segir Sigurður Sveinn Þórðarson, skrifstofustjóri Stjörnunnar. Sigurður sagði í hádeginu í dag alla leikmenn meistaraflokka og 2. flokka Stjörnunnar hafa verið senda í skimun eftir að upp komst um smitið á föstudag, og að hingað til hefðu allar niðurstöður verið neikvæðar. Valskonur eiga að mæta ÍBV í Eyjum á morgun en KR á næst leik í Pepsi Max-deildinni þann 14. júlí eftir að leikjum liðsins var frestað.vísir/hag Sjáum ekki hópinn þegar þörfin er mikil til að byggja hann upp Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari kvennaliðs KR, þarf ekki að sitja í sóttkví frekar en annað fólk í hans teymi en 13 leikmenn liðsins eru hins vegar í sóttkví eftir að hafa leikið við smitaðan einstakling Breiðabliks. KR hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í sumar og losna leikmenn ekki úr sóttkví fyrr en 7. júlí, og þurfa þá að gíra sig fljótt upp fyrir bikarleik við Tindastól þremur dögum síðar. KR er á botni Pepsi Max-deildarinnar og spurning hversu langt verði í næstu lið þegar sóttkví lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanleg staða en maður sér svo sem ekki aðrar lausnir. Það er erfitt að ætla að gera algjört hlé á mótinu,“ segir Jóhannes Karl. „Þetta var eitthvað sem var alveg í kortunum fyrir mót að gæti komið upp og þyrfti að taka á, en þetta er að sjálfsögðu hrikaleg staða að lenda í. Núna sjáum við ekki hópinn í tvær vikur, eftir að hafa komið úr mjög erfiðu prógrammi og sérstaklega erfiðum leik sem við hefðum haft mikla þörf til að byggja hópinn upp eftir. En maður sér svo sem ekki að það sé hægt að gera þetta á annan hátt. Ef að maður ætlar á annað borð að spila mótið þá gildir bara „áfram gakk“,“ segir Jóhannes Karl. Hann er ekki á því að aðrar reglur eigi að gilda um Íslandsmótið í ár, varðandi til dæmis það hvort og hve mörg lið falla úr deildum: „Ef að við spilum mótið þá verður það bara að telja. Það er ekki undan því komist. Félögin leggja mikið í þetta, líka þau sem eru í neðri deildum, svo það er rosalega erfitt að ætla að setja fram nýjar reglur þegar farið er af stað.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KR Breiðablik Fylkir Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk og varamenn KR laus úr sóttkví Smitrakningarteymið fór yfir leik Breiðabliks og KR og losaði starfsfólk og ónotaða varamenn KR-inga úr sóttkví. 29. júní 2020 11:23 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Spiluðu ekki vegna hættu á smiti: „Margt annað mikilvægara í lífinu heldur en fótboltaleikir“ Tveir leikmenn Þórs, Sigurður Marinó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson, spiluðu ekki með liðinu í gær vegna kórónuveirunnar en þetta staðfesti Páll Viðar Gíslason, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolti.net eftir leikinn. 29. júní 2020 10:00 Leikmönnum efstu deilda boðið að koma í skimun Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Íslandsmótið í knattspyrnu en á síðustu dögum hafa þrír íslenskir knattspyrnumenn greinst með veiruna, tveir leikmenn í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður úr Pepsi-Max deild karla. 28. júní 2020 21:57 Klara um frestanir: „Vita allir að svigrúmið er ekki mikið“ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að svigrúmið sé lítið, en þó eitthvað, til þess að fresta og endurraða þeim leikjum sem frestaðir hafa verið vegna kórónuveirusmits í leikmannahópum Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla. 28. júní 2020 13:00 Íslandsmót karla einnig í hættu? Smit hjá Stjörnunni Leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni rétt í þessu. 27. júní 2020 00:01 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Þegar eitt lið þarf að bíða heima í sóttkví í tvær vikur á meðan að önnur geta æft og spilað samkvæmt áætlun, er þá ekki búið að gjaldfella Íslandsmótið í fótbolta 2020? Talsmenn liða sem orðið hafa fyrir barðinu á afleiðingum kórónuveirufaraldursins bera sig ágætlega þó að vandinn sé augljós. Þegar þetta er skrifað er stór hluti leikmannahópa Breiðabliks, KR og Fylkis í kvennaflokki, og karlaliðs Stjörnunnar, í tveggja vikna sóttkví. Kórónuveirusmit greindist fyrst hjá leikmanni kvennaliðs Breiðabliks en svo einnig hjá leikmanni karlaliðs Stjörnunnar og öðrum hjá kvennaliði Fylkis. Þessar tvær vikur sem liðin eru í sóttkví þurfa leikmenn að æfa einir, með takmarkaða aðstöðu, og liðin þurfa svo í framhaldinu að leika stífar en önnur lið til að koma sínum leikjum fyrir á tímabilinu. Karlalið Stjörnunnar átti til að mynda að spila þrjá leiki á næstu tveimur vikum en þeim leikjum þarf að koma fyrir síðar í sumar, eða í haust. Hvaða áhrif þetta hefur á lokaniðurstöðuna í Pepsi Max-deildum kvenna og karla, ef á annað borð tekst að ljúka tímabilinu 2020, er ómögulegt að segja til um. Augljóst er hins vegar að liðin sitja ekki við sama borð þegar sum þeirra geta æft en önnur ekki. Þarf að gera skaðann sem minnstan fyrir alla „Það þarf náttúrulega að ljúka mótinu á einhvern hátt. Það þarf að finna eins sanngjarna niðurstöðu og hægt er, og við munum náttúrulega bara vinna það með KSÍ. Það er ekki hægt að flauta mótið af í tvær vikur – hvað ætla menn að gera ef það kemur svo annað smit eftir það? Það þarf að reyna að gera skaðann sem minnstan fyrir alla,“ segir Sigurður Sveinn Þórðarson, skrifstofustjóri Stjörnunnar. Sigurður sagði í hádeginu í dag alla leikmenn meistaraflokka og 2. flokka Stjörnunnar hafa verið senda í skimun eftir að upp komst um smitið á föstudag, og að hingað til hefðu allar niðurstöður verið neikvæðar. Valskonur eiga að mæta ÍBV í Eyjum á morgun en KR á næst leik í Pepsi Max-deildinni þann 14. júlí eftir að leikjum liðsins var frestað.vísir/hag Sjáum ekki hópinn þegar þörfin er mikil til að byggja hann upp Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari kvennaliðs KR, þarf ekki að sitja í sóttkví frekar en annað fólk í hans teymi en 13 leikmenn liðsins eru hins vegar í sóttkví eftir að hafa leikið við smitaðan einstakling Breiðabliks. KR hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í sumar og losna leikmenn ekki úr sóttkví fyrr en 7. júlí, og þurfa þá að gíra sig fljótt upp fyrir bikarleik við Tindastól þremur dögum síðar. KR er á botni Pepsi Max-deildarinnar og spurning hversu langt verði í næstu lið þegar sóttkví lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanleg staða en maður sér svo sem ekki aðrar lausnir. Það er erfitt að ætla að gera algjört hlé á mótinu,“ segir Jóhannes Karl. „Þetta var eitthvað sem var alveg í kortunum fyrir mót að gæti komið upp og þyrfti að taka á, en þetta er að sjálfsögðu hrikaleg staða að lenda í. Núna sjáum við ekki hópinn í tvær vikur, eftir að hafa komið úr mjög erfiðu prógrammi og sérstaklega erfiðum leik sem við hefðum haft mikla þörf til að byggja hópinn upp eftir. En maður sér svo sem ekki að það sé hægt að gera þetta á annan hátt. Ef að maður ætlar á annað borð að spila mótið þá gildir bara „áfram gakk“,“ segir Jóhannes Karl. Hann er ekki á því að aðrar reglur eigi að gilda um Íslandsmótið í ár, varðandi til dæmis það hvort og hve mörg lið falla úr deildum: „Ef að við spilum mótið þá verður það bara að telja. Það er ekki undan því komist. Félögin leggja mikið í þetta, líka þau sem eru í neðri deildum, svo það er rosalega erfitt að ætla að setja fram nýjar reglur þegar farið er af stað.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KR Breiðablik Fylkir Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk og varamenn KR laus úr sóttkví Smitrakningarteymið fór yfir leik Breiðabliks og KR og losaði starfsfólk og ónotaða varamenn KR-inga úr sóttkví. 29. júní 2020 11:23 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Spiluðu ekki vegna hættu á smiti: „Margt annað mikilvægara í lífinu heldur en fótboltaleikir“ Tveir leikmenn Þórs, Sigurður Marinó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson, spiluðu ekki með liðinu í gær vegna kórónuveirunnar en þetta staðfesti Páll Viðar Gíslason, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolti.net eftir leikinn. 29. júní 2020 10:00 Leikmönnum efstu deilda boðið að koma í skimun Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Íslandsmótið í knattspyrnu en á síðustu dögum hafa þrír íslenskir knattspyrnumenn greinst með veiruna, tveir leikmenn í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður úr Pepsi-Max deild karla. 28. júní 2020 21:57 Klara um frestanir: „Vita allir að svigrúmið er ekki mikið“ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að svigrúmið sé lítið, en þó eitthvað, til þess að fresta og endurraða þeim leikjum sem frestaðir hafa verið vegna kórónuveirusmits í leikmannahópum Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla. 28. júní 2020 13:00 Íslandsmót karla einnig í hættu? Smit hjá Stjörnunni Leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni rétt í þessu. 27. júní 2020 00:01 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Starfsfólk og varamenn KR laus úr sóttkví Smitrakningarteymið fór yfir leik Breiðabliks og KR og losaði starfsfólk og ónotaða varamenn KR-inga úr sóttkví. 29. júní 2020 11:23
Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45
Spiluðu ekki vegna hættu á smiti: „Margt annað mikilvægara í lífinu heldur en fótboltaleikir“ Tveir leikmenn Þórs, Sigurður Marinó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson, spiluðu ekki með liðinu í gær vegna kórónuveirunnar en þetta staðfesti Páll Viðar Gíslason, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolti.net eftir leikinn. 29. júní 2020 10:00
Leikmönnum efstu deilda boðið að koma í skimun Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Íslandsmótið í knattspyrnu en á síðustu dögum hafa þrír íslenskir knattspyrnumenn greinst með veiruna, tveir leikmenn í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður úr Pepsi-Max deild karla. 28. júní 2020 21:57
Klara um frestanir: „Vita allir að svigrúmið er ekki mikið“ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að svigrúmið sé lítið, en þó eitthvað, til þess að fresta og endurraða þeim leikjum sem frestaðir hafa verið vegna kórónuveirusmits í leikmannahópum Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla. 28. júní 2020 13:00
Íslandsmót karla einnig í hættu? Smit hjá Stjörnunni Leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni rétt í þessu. 27. júní 2020 00:01