Innlent

Eld­varna­galla slökkvi­liðs­manns stolið

Atli Ísleifsson skrifar
Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til að mynda eldvarnagalli.
Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til að mynda eldvarnagalli. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Sérsaumuðum eldvarnagalla slökkviliðsmanns sjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var stolið í nótt eftir að brotist hafði verið inn í bíl hans.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir frá því í færslu á Facebook að eldgallatösku starfsmannsins hafi verið stolið og að starfsmenn séu orðlausir vegna málsins.

„Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn t.d eldvarnagalli.

Eldvarnagallinn er lífsnauðsynlegur þegar við förum í brunaútköll og þess vegna er þessi verknaður algjörlega óskiljanlegur í okkar huga. Gallinn var sérsaumaður og setur því starfsmanninn okkar í enn meiri vandræði sem okkur þykir miður.

Við biðlum til þess aðila sem tók töskuna að sjá sóma sinn í því að skila henni aftur, það væri auðvitað langbesta lausnin fyrir alla,“ segir í færslu slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×