Skoðun

Hvers vegna þessi ósannindi?

Olga Kristrún Ingólfsdóttir skrifar

Framundan eru kosningar til stjórnar SÁÁ. Tveir listar í framboði. Hart er sætt að Þórarni Tyrfingssyni, sem gefur kost á sér til formanns. Ekki þarf að tíunda hér hve Þórarinn á mikinn þátt í því öfluga starfi sem SÁÁ hefur unnið, allt frá 1980.

Dapurt er að lesa eða hlusta á þá sem nú níða Þórarinn í aðdraganda aðalfundar SÁÁ. Auðvitað er hann ekki fulkominn, en störf hans í þágu SÁÁ hafa átt mestan þátt í því að gera SÁÁ að öflugum meðferðarsamtökum, sem vakið hafa athygli víða í Evrópu og Ameríku.

En það virðist ekki nóg að níða skóinn af Þórarni af hálfu þeirra sem standa að formannsframboði Einars ........sonar.

Morgunblaðið tók viðtal við Sigurður Friðriksson, fyrrum stjórnarmanns í SÁÁ, þar sem hann flytur ósannindi um varðandi starfslok eiginkonu Arnþórs Jónssonar, framkvstj. SÁÁ.

Er þetta einungis sýnishorn af þeim ósannindum sem félögum í SÁÁ er birt í undanfara kosninganna?

Morgunblaðið hefur nú birt leiðréttingu á þessum fullyrðingu Sigurðar. Sigurður hefur ekki beðist afsökunar.

Hvernig væri að Sigurður bæðist afsökunar á þessum uppdiktuðu fullyrðingum sínum?

Undirritaður er stuðningsmaður Þórarins.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×