Þrjú hlutu dóm fyrir innflutning fíkniefna Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2020 21:58 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld. Fíkn Dómsmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld.
Fíkn Dómsmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira