Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 21:00 Ríkislögreglustjóri, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra vígðu stafrænu ökuskírteinin á blaðamannafundi í morgun. ELÍSABET INGA Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands. Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands.
Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06
Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25