Útlit fyrir að Rússar samþykki stjórnarskrárbreytingar Þórgnýr Einar Albertsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. júlí 2020 19:00 Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti. Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti.
Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09
Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04