Matvælastofnun ásamt heildversluninni Andrá ehf. hefur hafið innköllun gæludýrafóðurs sem inniheldur efnið CBD eða cannabidiol.
Fóðrið sem um ræðir, Cibapet CBD fæðubótarefni í bita og töfluformi fyrir bæði hunda og ketti hefur nú verið tekið úr sölu og auglýsingar fjarlægðar. Á vef Andrár segir að frágangi tilskilinna leyfa sé ekki lokið en smásali varanna hefur boðið kaupendum fulla endurgreiðslu.
Fyrirtækið Andrá auglýsti fæðubótarefnið ásamt tveimur öðrum á heimasíðum sínum og hafa þær auglýsingar verið fjarlægðar þar sem markaðssetning þess er óleyfileg.Matvælastofnun ásamt heildversluninni Andrá ehf. hefur hafið innköllun gæludýrafóðurs sem inniheldur efnið CBD eða cannabidiol.