Innlent

Tvö smit greindust á landa­mærunum og eitt innan­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nú hafa fjörutíu smit greinst hér á landi frá 15. júní þegar ferðatakmörkunum var aflétt töluvert. Átta þeirra eru innanlandssmit.
Nú hafa fjörutíu smit greinst hér á landi frá 15. júní þegar ferðatakmörkunum var aflétt töluvert. Átta þeirra eru innanlandssmit. Vísir/Vilhelm

Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Fjórir greindust með veiruna sólarhringinn þar áður. Fjórir þeirra sem greinst hafa á landamærunum eru smitandi en tuttugu og þrír eru það ekki, þ.e. með gömul smit en mælast enn með mótefni gegn veirunni. Tveir bíða eftir niðurstöðum.

Virk smit á landinu eru tíu og fækkaði þeim um eitt á milli daga. Þá voru 730 sýni tekin við landamæraskimun síðasta sólarhringinn, 92 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 178 hjá veirufræðideild Landspítala.

440 eru nú í sóttkví og fjölgaði þeim um sex milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru orðin 1850. 1828 hafa náð bata.

Innanlandssmit frá 15. júní eru nú orðin átta. Tuttugu og átta smit má rekja til útlanda en fjögur eru skráð með óþekkt upprunaland á Covid.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×