Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 14:58 Fánarnir við ríkisþinghúsið í Jackson voru teknir niður í síðasta skipti með viðhöfn í gær. Þeir voru fluttir á sögusafn. AP/Rogelio V. Solis Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865. Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14
Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46
NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00