Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira