Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkvilisstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira