Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Ein í Pepsi Max-deild kvenna, ein úr umspili í C-deildinni og ein af Stöð 2 eSport.
Nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna, FH og Þróttur, mætast í Kaplakrika en flautað verður til leiks klukkan 18. FH er án stiga en Þróttur er með eitt stig eftir jafntefli gegn Fylki.
Wycome Wanderers og Fleetwood Town mætast svo í síðari leik liðanna í undanúrslitum útsláttarkeppni ensku C-deildarinnar en liðin berjast um sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku B-deildinni.
GameTíVí verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en útsending þeirra hefst klukkan 20. Reiknað er með að útsendingin standi yfir í um þrjá tíma.
Alla dagskrá dagsins má sjá hér.