Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 08:02 Frá fjöldafundi gærdagsins. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira