Enski boltinn

„Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Havertz eftir tapið í bikarúrslitunum í gær.
Havertz eftir tapið í bikarúrslitunum í gær. vísir/getty

Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu.

Kai og Rudiger hafa æft saman með þýska landsliðinu en Kai hefur verið mikið orðaður við Chelsea sem og önnur lið í sumar.

„Kai er mjög hæfileikaríkur. Þegar ég sá hann æfa með þýska landsliðinu var ég bara vá!“ sagði Rudiger er hann var spurður út í hæfileika Havertz.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea,“ bætti Rudiger svo við.

Havertz skoraði eitt marka Leverkusen í gær er liðið tapaði 4-2 fyrir Bayern Munchen í úrslitaleik þýska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×