Innlent

Talin hafa ökklabrotnað í Reykjadal

Andri Eysteinsson skrifar
Frá aðgerðum í dag.
Frá aðgerðum í dag. Aðsend

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Reykjadal í Árnessýslu á fjórða tímanum þegar tilkynning barst um slasaða göngukonu í dalnum.

Konan hafði slasast á fæti rúma tvo kílómetra frá bílastæðinu í dalnum en grunur leikur á því að hún hafi orðið fyrir því að ökklabrotna. Tilkynning barst klukkan 15:30 og voru björgunarsveitarmenn komnir að konunni hálftíma síðar.

Björgunarsveitir og sjúkraflutningarmenn komu til konunnar á sexhjólum og hlúa að henni á slysstað. Þær munu koma til með að þurfa að flytja konuna að sjúkrabíl á sexhjólunum.

Uppfært: Rétt fyrir klukkan 17 var konan lögð af stað til frekari skoðunar á heilbrigðisstofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×