Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 10:43 Frá Þórshöfn í Færeyjum Vísir/EPA Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03
Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04
Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent