Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:48 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingum Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu. Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu.
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04
Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28