Kántrí-tónlistarmaðurinn Charlie Daniels, sem þekktastur er fyrir lag sitt The Devil Went Down to Georgia, er látinn 83 ára að aldri.
Söngvarinn andaðist á sjúkrahúsinu í heimabæ kántrí-tónlistarinnar Nashville eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Daniels var afkastamikill söngvari, texta- og lagahöfundur og aflaði sér mikilla vinsælda, sérstaklega í heimalandinu en Daniels var fæddur í borginni Wilmington í Norður-Karólínu 28. Október 1936.
Hans þekktasta lag var eins og áður segir The Devil Went Down to Georgia og kom það út árið 1979 og kom út á plötu The Charlie Daniels Band. Lagið skilaði Daniels Grammy verðlaunum.
Daniels sigraðist á krabbameini árið 2001 og hafði fengið heilablóðfall fyrir tíu árum. Hann giftist eiginkonu sinni Hazel árið 1964 og eiga þau saman soninn Charlie yngri.