Erlent

Söngvari Kasa­bian játar að hafa ráðist á fyrr­verandi unnustu sína

Atli Ísleifsson skrifar
Tom Meighan á tónleikum Kasabian í Edinborg árið 2018.
Tom Meighan á tónleikum Kasabian í Edinborg árið 2018. Getty

Tom Meighan, söngvari bresku hljómsveitarinnar Kasabian, hefur játað að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína, Vikki Ager, í apríl síðastliðinn. Greint var frá því í gær að Meighan hafi sagt skilið við sveitina.

Sky News segir frá því að hinn 39 ára Meighan hafi mætt fyrir dómara í Leicester í morgun þar sem gekkst við brotinu.

Sveitin tilkynnti óvænt um brotthvarf Meighan í gær þar sem vísað var í „persónuleg málefni“ söngvarans og að hann óskaði eftir því að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl.

Sveitin var stofnuð í Leicester árið 1997 og hefur gefið úr sex plötur, síðast árið 2017. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars sem besta breska sveitin á Brit-verðlaunahátíðinni árið 2010.

Meðal þekktra laga sveitarinnar má nefna Fire, Empire og Days are Forgotten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×